Fara á efnissvæði
Mínar síður
Fréttayfirlit

Innskráning með Evrotrust

16. september 2025

Sjóðfélögum LSR býðst nú að nota Evrotrust við innskráningu á Mínar síður, en það er valkostur sem nýtist helst þeim sem ekki eru með gilt íslenskt vegabréf.

Snjallsími með Evrotrust innskráningarmynd

LSR hefur nú innleitt Evrotrust sem valkost fyrir innskráningu á Mínar síður. Evrotrust nýtist helst fyrir sjóðfélaga sem uppfylla bæði neðangreind skilyrði:

  • Búa ekki á Íslandi
  • Eru ekki með gilt íslenskt vegabréf

Áfram er boðið upp á hefðbundna innskráningu með rafrænum skilríkjum í síma eða appi í gegnum Auðkenni, sem er þægilegasta innskráningarleiðin fyrir flesta sjóðfélaga. Einfalda reglan er: Ef þú getur notað hefðbundin, íslensk rafræn skilríki með síma eða auðkennisappi er það besti kosturinn fyrir þig.

Fyrir sjóðfélaga sem búa erlendis og eru ekki með íslenskt vegabréf er þetta hins vegar veruleg þjónustuaukning, því hægt er að virkja Evrotrust-skilríki með rafrænum hætti á netinu án þess að mæta á skráningarstöðvar Auðkennis á Íslandi.

Til að nýta Evrotrust þarf að setja upp Evrotrust-appið og fara í gegnum nýskráningarferli sem er útskýrt skref fyrir skref hér. Nauðsynlegt er að vera með vegabréf frá einhverju þeirra landa sem Evrotrust styður, en það eru langflestar Evrópuþjóðir og önnur helstu viðskiptalönd Íslands.

Fyrst um sinn nýtist Evrotrust eingöngu til innskráningar á Mínum síðum, en þegar fram í sækir er stefnt að því að einnig verði hægt að undirrita skjöl rafrænt í gegnum þjónustuna.

Innskráning á Mínar síður