Það er ráðgjafafyrirtækið Mercer og samtökin CFA Institute sem standa að rannsókninni, sem gerð er árlega. Þetta er fimmta árið í röð sem rannsóknin nær til íslenska lífeyrissjóðakerfisins en öll árin hefur íslenska kerfið verið í fyrsta eða öðru sæti.
Ísland fékk heildareinkunnina 84 í vísitölunni í ár, sem er hækkun frá fyrra ári, þegar Ísland fékk 83,4 í einkunn. Hækkunin skýrist að mestu af uppfærðum hagvaxtargögnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Við gerð vísitölunnar er lagt mat á heildarlífeyriskerfi landanna út frá þremur meginþáttum, sjálfbærni, nægjanleika og trausti. Ísland fékk A í einkunn í öllum flokkunum þremur, rétt eins og síðustu ár.