Fara á efnissvæði
Innskrá
Fréttayfirlit

Launaseðlar einungis birtir á Mínum síðum og Ísland.is

16. desember 2025

Frá og með næstu mánaðarmótum mun LSR einungis birta launaseðla á Ísland.is og Mínum síðum. Birtingu launaseðla í netbönkum verður hætt.

Mynd af snjallsíma með launaseðli

Í hverjum mánuði greiðir LSR út eftirlaun og lífeyri til rúmlega 26.000 sjóðfélaga. Birting skjala í gegnum netbanka er kostnaðarsöm og mun LSR því draga verulega úr kostnaði við útgreiðslur með því að hætta slíkri birtingu.

LSR hefur síðustu mánuði gert prófanir á birtingu launaseðla eftirlauna- og lífeyrisþega í gegnum Ísland.is og á Mínum síðum og hefur það gefið góða raun. Hægt er að stilla Ísland.is þannig að tilkynning sé send með tölvupósti eða í Ísland.is appinu þegar nýtt skjal er sent og þannig er hægt að fá tilkynningu um leið og nýr launaseðill er sendur.

Eins er auðvelt að skoða launaseðla á skjalasíðunni á Mínum síðum, þar sem m.a. er hægt að sía skjöl eftir tegund og útgáfudegi. Hægt er að skrá sig inn á Mínar síður með rafrænum skilríkjum í síma og auðkennisappi, auk þess sem boðið er upp á innskráningu með Evrotrust fyrir sjóðfélaga sem eru ekki með gilt íslenskt vegabréf.