Fara á efnissvæði
Mínar síður
Fréttayfirlit

Þróun eftirmanns- og meðaltalsreglu frá 2006

24. júní 2025

Í B-deild LSR geta lífeyrisþegar valið hvort lífeyrisgreiðslur þeirra fylgi meðaltali opinberra starfsmanna eða launum eftirmanns í starfi. LSR hefur nú birt samanburð á þróun eftirlauna samkvæmt þessum tveimur reglum frá árinu 2006 til að hjálpa sjóðfélögum við valið.

Eldri maður skoðar landslag við sjóinn

Þróun meðaltals- og eftirmannsreglu frá 2006 til 2025

Samanburðurinn sýnir að talsverð fylgni er með þessum tveimur vísitölum. Meðaltalsreglan hefur þó hækkað nokkuð meira en reiknuð vísitala fyrir eftirmannsregluna. Sem dæmi má nefna að ef tveir sjóðfélagar fóru á eftirlaun sem námu 100.000 kr. árið 2006 og hvor valdi sína regluna, þá hefði sá sem valdi meðaltalsregluna fengið 348.000 kr. í eftirlaun á mánuði í upphafi þessa árs en hinn sem valdi eftirmannsregluna hefði fengið u.þ.b. 296.000 kr.

Samkvæmt reglum um lífeyrisgreiðslur í B-deild geta lífeyrisþegar sem eru á eftirmannsreglu ávallt fært sig yfir á meðaltalsreglu. Hins vegar er ekki mögulegt að skipta af meðaltalsreglu yfir á eftirmannsreglu.

Nánar um eftirmanns- og meðaltalsreglu í B-deild