LSR vinnur nú að endurhönnun á öllum helstu umsóknum sjóðsins og hafa fyrstu tvær umsóknirnar verið teknar í notkun:
Nýju umsóknirnar eru hannaðar með það fyrir augum að einfalda ferlið fyrir umsækjandann eins og kostur er. Umsóknarkerfið metur t.a.m. hvaða valmöguleikar séu viðeigandi fyrir hvern umsækjanda og birtir einungis þá valkosti sem eiga við. Sem dæmi eru ekki birtir valkostir fyrir B-deild í umsókn um makalífeyri hafi hinn látni einungis átt réttindi í A-deild. Þá eru núverandi stillingar hvers sjóðfélaga, t.d. bankareikningsupplýsingar og val á skattþrepi, forskráðar inn í umsóknina þannig að ekki þarf að skrá þær sérstaklega.
Umsækjandinn er leiddur í gegnum umsóknina í nokkrum einföldum skrefum og eru leiðbeiningar fyrir hvert skref á viðkomandi síðu. Að endingu er skrifað undir umsóknina rafrænt.
Þá er einnig nýjung að umsóknirnar eru bæði í boði á íslensku og ensku.
Nýju umsóknirnar létta ekki einungis sjóðfélögum lífið, því þær skila öllum gögnum beint í kerfi sjóðsins. Þar með sparast veruleg vinna við úrvinnslu og hætta á villum við innslátt milli kerfa minnkar. Þannig minnkar úrvinnslutími hverrar umsóknar og kostnaður lækkar.
Vinna við endurnýjun umsókna mun halda áfram á næstu misserum og verða nýjar umsóknir teknar í notkun jafnt og þétt.