Fara á efnissvæði
Mínar síður
Fréttayfirlit

Vandaðu valið á séreignarsparnaði

14. júlí 2025

Séreign er einn allra besti sparnaður sem völ er á, af því að vinnuveitandinn greiðir mótframlag í sparnaðinn sem nemur 2% af launum. Það er mikilvægt að vanda valið á séreignarsjóði, því hjá sumum sjóðum greiða sjóðfélagar umtalsverðan kostnað.

Brosandi ung kona

Hjá LSR er þetta einfalt: Sjóðfélagar sem safna í séreign eða tilgreinda séreign hjá LSR greiða engan upphafskostnað, engin sölulaun til sölufólks, engar þóknanir og engin útgreiðslugjöld. Þannig renna iðgjöld óskert í séreignarsjóðinn frá fyrstu greiðslu.

Landssamtök lífeyrissjóða hafa tekið saman ítarlega umfjöllun um hvernig hægt sé að bera saman þjónustu mismunandi séreignarsjóða. Þar er meðal annars bent á nokkur atriði sem gott er að hafa í huga áður en ákvörðun er tekin.

Þá má einnig benda á að Aurbjörg hefur tekið saman góða upplýsingasíðu um lífeyrismál þar sem meðal annars má raða séreignarsjóðum upp eftir 10 ára raunávöxtun. Þar er séreignarsjóðurinn Leið I hjá LSR ofarlega á blaði með 4,1% raunávöxtun að meðaltali síðustu 10 árin. 

Á starfsævinni er hægt að safna umtalsverðum verðmætum í séreignarsjóði og því skiptir máli að gefa sér tíma og vanda valið. Láttu ekki ágenga sölumenn ráða þinni framtíð – kynntu þér málin og taktu upplýsta ákvörðun. Það margborgar sig!

Sækja um séreign hjá LSR