Fara á efnissvæði
Mínar síður
Fréttayfirlit

Yfirlit og fréttabréf til sjóðfélaga

12. september 2025

Næstu daga munu sjóðfélagar í A-deild og Séreign LSR fá send yfirlit sín fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Með yfirlitunum fylgir fréttabréf LSR ásamt upplýsingum um afkomu sjóðsins á síðasta ári.

Kona les fréttabréf LSR á fartölvu

LSR sendir sjóðfélögum í A-deild og Séreign yfirlit á hálfs árs fresti þar sem tilteknar eru m.a. iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga og launagreiðenda og greiðslur til sjóðfélaga. Í A-deild má einnig sjá áunnin lífeyrisréttindi og áætlun um lífeyrisréttindi ef greiðslur halda áfram. Sjóðfélagar í Séreign fá upplýsingar um núverandi inneign og ávöxtun á fyrstu sex mánuðum ársins.

Með yfirlitunum fylgir einnig fréttabréf LSR, þar sem fjallað er m.a. um afkomu sjóðsins á árinu 2024, veittar upplýsingar um séreignarsjóði LSR og sagt frá nýjungum á vef sjóðsins. Þá fylgir einnig rekstraryfirlit sjóðsins fyrir árið 2024. Fréttabréfið má einnig finna hér neðst í fréttinni.

Rétt eins og á síðasta ári eru yfirlitin send út rafrænt. Hægt er að finna þau á Mínum síðum LSR auk þess sem sjóðfélagar fá þau send í gegnum Ísland.is. Við hvetjum sjóðfélaga til að kynna sér yfirlitin og ganga úr skugga um að allar iðgjaldagreiðslur hafi skilað sér til sjóðsins á tímabilinu.

Fréttabréf LSR 2025