Sveigjanleg fasteignalán

LSR býður verðtryggð og óverðtryggð lán gegn veði í íbúðarhúsnæði til eigin nota þar sem lántakandi hefur lögheimili. Veðhlutfall að hámarki 70% gegn ákveðnum skilyrðum. Engin uppgreiðsluþóknun er tekin. Nauðsynlegt er að sýna fram á greiðslugetu. 

Spurt og svarað


Lánareiknivél

Í lánareiknivélinni getur þú slegið inn forsendur þínar til að áætla hver greiðslubyrði láns verður í framtíðinni.

Sækja um lán

Hér nálgast þú upplýsingar um hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá lán, hvaða gögnum þarf að skila, hvaða eyðublöð þarf að fylla út ásamt því hver ferill umsóknarinnar er.

Mínar síður á vef LSR

Á Mínum síðum á vef LSR getur þú sótt um lán, fengið upplýsingar um sjóðfélagalán þín, stöðu þeirra og greiðslusögu.
Einnig er hægt að greiða inn á lán, greiða upp lán og gera reglubundinn umframgreiðslusamning með öruggum og einföldum hætti fyrir lántaka.

Ath: Ráðlagt er að nota vafrana Google Chrome eða Microsoft Edge við innskráningu og umsóknir á Mínar síður. Safari-vafrinn hentar ekki vel við umsóknir á Mínum síðum.

Gott að hafa í huga fyrir lántöku

Að mörgu er að hyggja þegar taka skal lán. Hér má finna nokkur atriði sem er gott að hafa í huga fyrir lántöku. Athugið að ekki er um tæmandi upptalningu að ræða.