Lán á góðum kjörum

LSR býður verðtryggð lán gegn veði í eigin fasteign. Veðhlutfall að hámarki 70% gegn ákveðnum skilyrðum. Fastir vextir eru 3,50% og breytilegir vextir eru 2,61%. Breytast næst 1. janúar 2019. Engin uppgreiðsluþóknun er tekin. Nauðsynlegt er að sýna fram á greiðslugetu. 

Spurt og svarað


Lánareiknivél

Þú getur valið lán með jöfnum afborgunum eða jafngreiðslulán; fasta eða breytilega vexti; gjalddaga allt frá 2 til 12 á ári; lánstíma frá 5 árum til 40 ára og áætlað þannig greiðslubyrði í framtíðinni.

Sækja um lán

Hér nálgast þú upplýsingar um hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá lán, hvaða gögnum þarf að skila, hvaða eyðublöð þarf að fylla út ásamt því hver ferill umsóknarinnar er.

Sjóðfélagavefur LSR

Á sjóðfélagavef LSR getur þú sótt upplýsingar um sjóðfélagalán þín, stöðu þeirra og greiðslusögu. Til að auðkenna sig inn á vefinn þarf að nýta annaðhvort Íslykil eða rafræn skilríki.

Gott að hafa í huga fyrir lántöku

Að mörgu er að hyggja þegar taka skal lán. Hér má finna nokkur atriði sem er gott að hafa í huga fyrir lántöku. Athugið að ekki er um tæmandi upptalningu að ræða.