Fara á efnissvæði
Innskrá

Einungis boðið upp á lán með föstum vöxtum

Vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 55/2024 mun LSR að svo stöddu eingöngu afgreiða umsóknir um verðtryggð lán með föstum vöxtum út lánstímann.

Óverðtryggð lán og verðtryggð lán með vöxtum sem eru endurskoðaðir á 36 mánaða fresti eru því ekki í boði hjá sjóðnum sem stendur.

Jafnar greiðslur eða jafnar afborganir

Hægt er að velja milli jafnra greiðslna (annuity) og jafnra afborgana. 

  • Jafnar greiðslur: Mánaðarleg afborgun er lægri í upphafi, en eignamyndun er hægari
  • Jafnar afborganir: Mánaðarleg afborgun er hærri í upphafi, en eignamyndun er hraðari

Best er að sjá muninn á lánategundunum og tegundum afborgana með því að nota lánareiknivélina. Prófaðu þig áfram með mismunandi valkosti og við bendum sérstaklega á að bera saman liðinn „Heildargreiðsla“ áður en ákvörðun er tekin. 

Þróun vaxta á fasteignalánum

  • Frá 2019 hefur LSR boðið upp á verðtryggð og óverðtryggð lán með vöxtum sem eru endurskoðaðir á 36 mánaða fresti frá lántöku. Frá október 2025 hefur verið gert hlé á veitingu slíkra lána.

    Frá 27. nóvember 2025 eru vextir þessara lána eftirfarandi:

    • Verðtryggð lán með vöxtum sem breytast á 36 mánaða fresti: 4,2%
    • Óverðtryggð lán með vöxtum sem breytast á 36 mánaða fresti: 8,05%

    Fram til 15. janúar 2019 bauð LSR verðtryggð lán sem voru með vaxtaendurskoðun fjórum sinnum á ári. Þessi lán eru ekki lengur í boði þegar tekin eru ný fasteignalán, en vextir slíkra lána sem tekin voru á sínum tíma geta tekið breytingum í byrjun janúar, apríl, júlí og október ár hvert.

    Vextir þessara lána eru 4,10% frá 1. janúar 2025 en munu breytast í 4,0% þann 1. janúar 2026.

    Þróun vaxta eldri breytilegra verðtryggðra lána