Fara á efnissvæði
Innskrá

Makalífeyrir við fráfall sjóðfélaga

Við fráfall sjóðfélaga í A-deild LSR á eftirlifandi maki eða sambúðaraðili rétt á makalífeyri í 5 ár. Þetta tímabil lengist ef makalífeyrisþegi hefur börn sín og hins látna á framfæri. Í þeim tilfellum er makalífeyrir greiddur þar til yngsta barn nær 22 ára aldri.

Fjárhæð makalífeyris er hlutfall af áunnum réttindum sjóðfélaga. Maki gæti jafnframt átt rétt á framreikningi, en þá eru réttindi hins látna sjóðfélaga reiknuð eins og hann hefði greitt iðgjöld til 65 ára aldurs. Nánar er fjallað um framreikning í umfjöllun um örorkulífeyri.

Ef eftirlifandi maki er með a.m.k. 50% örorku er greiddur fullur makalífeyrir meðan sú örorka varir, en ekki lengur en til 67 ára aldurs. 

Réttur til makalífeyris fellur niður, ef makinn gengur í hjónaband á ný eða stofnar til sambúðar sem jafna má til hjúskapar. Ef síðara hjónabandi er slitið án réttar til lífeyris gengur réttur til makalífeyris aftur í gildi.

Makalífeyrir í A-deild:

  • Greiðist í 5 ár frá andláti sjóðfélaga
  • Fullur makalífeyrir: 50% af réttindum sjóðfélaga fyrstu 3 árin
  • Hálfur makalífeyrir: 25% af réttindum sjóðfélaga næstu 2 árin
  • Ef börn hins látna eru á framfæri eftirlifandi maka greiðist fullur makalífeyrir þar til yngsta barn nær 22 ára aldri

Skref fyrir skref

Við andlát sjóðfélaga

Á lífsviðburðasíðum LSR má finna nánari upplýsingar um það helsta sem gott er að hafa í huga varðandi réttindi fjölskyldumeðlima við andlát og ferlið við umsókn um makalífeyri rakið skref fyrir skref.

Skoða nánar
Landslagsmynd af fjöllum við sólarlag.