Séreign LSR

Séreign LSR byggir á traustum grunni LSR. Lögð er áhersla á örugga vörslu séreignarsparnaðar, góða ávöxtun með varfærni í fjárfestingum að leiðarljósi, góða þjónustu við sjóðfélaga og lágan rekstrarkostnað.

Spurt og svarað


Get ég nýtt mér Séreign LSR?

Séreignarsparnaður er réttur hvers launþega. Rúmar aðildarreglur eru fyrir Séreign LSR og t.d. er aðildin ekki einungis fyrir ríkisstarfsmenn. Að auki getur þú greitt áfram í Séreign LSR þótt þú skiptir um vinnu.

Val á fjárfestingarleið

Hægt er að velja um þrjár fjárfestingarleiðir: Leið I, II eða III. Einnig er hægt að velja Sér-leið þar sem fjárfestingarstefnan breytist sjálfkrafa eftir því sem þú eldist.

Kostir Séreignar LSR

Séreignarsparnaður er bein launahækkun fyrir þig. Mótframlag launagreiðanda, ásamt skattfrestun við innborgun, gerir það að verkum að enginn annar sparnaður stenst samanburð við séreignarsparnað.

Séreign til fasteignakaupa

Hægt er að ráðstafa séreign skattfrjálst inn á húsnæðislán. Þeir sem huga að íbúðakaupum geta fengið séreign útborgaða skattfrjálst upp í fyrstu greiðslu.