Uppsögn á samningi
Samningi um tilgreinda séreign við LSR eða annan vörsluaðila séreignarsparnaðar er hægt að segja upp með sérstöku eyðublaði á Mínum síðum. Uppsögn veitir ekki rétt til útborgunar innistæðu eða réttinda en við uppsögn er hægt að óska eftir að innistæða eða réttindi verði flutt til LSR. Mikilvægt er að tilgreina á umsókninni hvort flytja eigi inneignina eða ekki.
Ef þú vilt segja upp samningi um tilgreinda séreign hjá einum vörsluaðila og hefja söfnun tilgreindrar séreignar hjá öðrum, þarf að senda inn nýja umsókn um tilgreinda séreign.
Ef þú skiptir um vinnu og byrjar að greiða iðgjöld til annars lífeyrissjóðs getur þú samt sem áður haldið áfram greiðslum í Tilgreinda séreign LSR jafnvel þótt nýja starfið sé ekki hjá ríki, sveitarfélögum eða skyldum aðilum. Til þess þarftu að gera nýjan samning um tilgreinda séreign hjá viðkomandi sjóði og taka fram á umsókninni að þú viljir safna í Tilgreinda séreign LSR.
Ef þú hefur einhverjar spurningar bendum við þér á að hafa samband með því að senda tölvupóst á idgjold@lsr.is.