Fara á efnissvæði
Mínar síður

Nýskráning hjá Evrotrust

Ef þú ert ekki með íslenskt vegabréf má nota Evrotrust til innskráningar á Mínar síður.

Ef þú ert hins vegar með gilt íslenskt vegabréf mælum við með að þú notir hefðbundin rafræn skilríki hjá Auðkenni til innskráningar.

Svona nýskráir þú þig hjá Evrotrust, en til þess þarftu gilt vegabréf og snjalltæki:

  1. Evrotrust-appið má finna hér:

  2. Nú þarftu að nota myndavélina á símanum til að taka mynd af vegabréfinu og andliti þínu til að auðkenna þig. Hafðu eftirfarandi í huga þegar þú myndar vegabréfið:

    • Hafðu vegabréfið á dökkum bakgrunni
    • Passaðu að ekki sé bein lýsing og glampi á vegabréfinu
    • Passaðu að allt vegabréfið sjáist, t.d. að fingur hylji ekki hluta af því eða ekki beri skugga á vegabréfið
    • Byrjaðu á að mynda blaðsíðuna með myndinni af þér
    • Hafðu vegabréfið innan rammans á skjánum þegar myndin er tekin
    • Fylgdu leiðbeiningunum í appinu og ef beðið er um það skaltu einnig mynda hina hlið blaðsíðunnar.

    Í andlitsgreiningarferlinu skaltu hafa eftirfarandi í huga:

    • Haltu símanum stöðugum í augnhæð
    • Vertu í góðu ljósi og forðastu að vera nálægt gluggum eða þar sem er dimmt
    • Ef þú notar gleraugu skaltu forðast glampa og endurskin
    • Hafðu andlitið innan sporöskjulaga rammans á skjánum og fylgdu leiðbeiningunum í appinu
  3. Ef þú ert með íslenskt vegabréf skaltu einnig fylgja leiðbeiningum um að bæta kennitölu við skráninguna þína hjá Evrotrust.

  4. Hringdu í LSR í síma +354 510 6100 til að staðfesta skráninguna.

    Þjónustufulltrúi LSR staðfestir þá símanúmerið þitt með aðstoð Evrotrust og skráningarferlinu er lokið. Að þessu loknu getur þú alltaf skráð þig inn á Mínar síður með Evrotrust.