Samþykktir LSR
Sjóðurinn starfar eftir samþykktum fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þar eru skráðar grundvallarreglur um starfsemi LSR og lífeyrisréttindi sjóðfélaga.
Stjórn sjóðsins ákvarðar breytingar á samþykktum og eru slíkar breytingar kynntar á aðalfundi sjóðsins. Þá þarf Fjármála- og efnahagsráðuneytið að staðfesta breytingarnar í samráði við Fjármálaeftirlitið áður en þær taka gildi.
Nýjustu samþykktir LSR tóku gildi 30. apríl 2025.