Fréttir og tilkynningar

Ársfundur LSR haldinn 6. maí
22. apríl 2025
Ársfundur LSR verður haldinn kl. 15:00 þriðjudaginn 6. maí næstkomandi. Athugið að ársfundurinn verður haldinn á öðrum stað en undanfarin ár, á Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52. Fundurinn verður opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Merkir áfangar náðust á góðu rekstrarári LSR
10. apríl 2025
Árið 2024 var gott rekstrarár hjá LSR og skilaði sjóðurinn í heild 12,4% nafnávöxtun, sem samsvarar 7,1% hreinni raunávöxtun. Hreinar fjárfestingatekjur sjóðsins námu 173 milljörðum króna, sem er það næstmesta á einu ári í sögu LSR. Heildareign sjóðsins í árslok var tæpir 1.567 milljarðar króna.

LSR mun samþykkja tilboð ríkisins um uppgjör skuldabréfa ÍL-sjóðs
9. apríl 2025
Þann 10. mars sl. voru lagðar fram tillögur um uppgjör HFF-bréfa til að greiða fyrir slitum ÍL-sjóðs. Kröfuhafar munu greiða atkvæði um tillögurnar á fundi þann 10. apríl.

Vaxtalækkun á óverðtryggðum lánum
28. mars 2025
Vextir á nýjum óverðtryggðum lánum LSR lækka um 0,2 prósentustig, úr 8,5% í 8,3%, frá og með föstudeginum 28. mars 2025. Vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána hjá LSR eru fastir í 36 mánuði í senn.
Lykiltölur LSR
Hrein eign til greiðslu lífeyris
1.567
milljarðar kr. í árslok 2024
Útgreiddur lífeyrir
103,6
milljarðar kr. árið 2024
Meðalfjöldi virkra sjóðfélaga
31.997
á árinu 2024
Meðalfjöldi lífeyrisþega
25.901
á árinu 2024