Skýrslan er sjálfbærniuppgjör sjóðsins þar sem farið er eftir uppbyggingu ESRS-staðlanna (e. European Sustainability Reporting Standards). Þeir eru hannaðir til að tryggja samræmda og sambærilega skýrslugerð þvert á fyrirtæki út frá umhverfislegum þáttum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum.
Eitt meginskilyrði ESRS er að framkvæmd sé svokölluð tvöföld mikilvægisgreining, þar sem fyrirtæki meta og greina sjálfbærnimálefni út frá tveimur mismunandi sjónarhornum. Annars vegar áhrif sjálfbærnimála á fyrirtækið sjálft og hins vegar hvernig starfsemi fyrirtækisins hefur áhrif á samfélag þess og umhverfi.
Slík mikilvægisgreining var framkvæmd fyrir LSR í fyrsta sinn á síðasta ári og er meðal annars farið yfir niðurstöðu þeirrar greiningar í skýrslunni.