Fréttir og tilkynningar
LSR í hópi þeirra sem fjármagna byggingu Ölfusárbrúar
23. október 2025
LSR er einn fjögurra aðila sem hafa skrifað undir samning við ÞG Verk um framkvæmdafjármögnun á byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. Aðrir sem taka þátt í verkefninu eru Íslandsbanki, Birta lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verzlunarmanna.
Afgreiðsla og símaþjónusta lokuð 24. október vegna Kvennaverkfalls
22. október 2025
Afgreiðsla og símaþjónusta verða lokuð föstudaginn 24. október vegna Kvennaverkfalls. LSR stendur heilshugar með konum og kvárum og hvetur alla til að leggja sitt af mörkum til að efla jafnrétti í þjóðfélaginu og standa saman gegn mismunun.
Einungis lán með föstum vöxtum afgreidd
17. október 2025
Vegna dóms Hæstarréttar í máli nr. 55/2024 mun LSR að svo stöddu eingöngu afgreiða umsóknir um lán með föstum vöxtum út lánstímann. LSR mun þó afgreiða allar þær lánsumsóknir sem þegar eru í vinnslu hjá sjóðnum.
LSR fær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar
10. október 2025
LSR hefur hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar 2025 en hún var afhent við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands 9. október. Þetta er í sjötta sinn sem LSR hlýtur viðurkenninguna.
Innskráning með Evrotrust
16. september 2025
Sjóðfélögum LSR býðst nú að nota Evrotrust við innskráningu á Mínar síður, en það er valkostur sem nýtist helst þeim sem ekki eru með gilt íslenskt vegabréf.
Yfirlit og fréttabréf til sjóðfélaga
12. september 2025
Næstu daga munu sjóðfélagar í A-deild og Séreign LSR fá send yfirlit sín fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Með yfirlitunum fylgir fréttabréf LSR ásamt upplýsingum um afkomu sjóðsins á síðasta ári.
Vandaðu valið á séreignarsparnaði
14. júlí 2025
Séreign er einn allra besti sparnaður sem völ er á, af því að vinnuveitandinn greiðir mótframlag í sparnaðinn sem nemur 2% af launum. Það er mikilvægt að vanda valið á séreignarsjóði, því hjá sumum sjóðum greiða sjóðfélagar umtalsverðan kostnað.
Sjálfbærniskýrsla LSR fyrir 2024 gefin út
2. júlí 2025
LSR gefur nú út sína fyrstu sjálfbærniskýrslu þar sem ítarlega er farið yfir starfsemi sjóðsins á sviði sjálfbærni á árinu 2024. Skýrslan tekur bæði til eignasafns sjóðsins og innri reksturs.
Þróun eftirmanns- og meðaltalsreglu frá 2006
24. júní 2025
Í B-deild LSR geta lífeyrisþegar valið hvort lífeyrisgreiðslur þeirra fylgi meðaltali opinberra starfsmanna eða launum eftirmanns í starfi. LSR hefur nú birt samanburð á þróun eftirlauna samkvæmt þessum tveimur reglum frá árinu 2006 til að hjálpa sjóðfélögum við valið.
Öflugri lífeyrisreiknivél
12. maí 2025
Lífeyrisreiknivél LSR fyrir A-deild hefur verið uppfærð þannig að nú geta sjóðfélagar reiknað áhrifin af því að taka hálf eftirlaun áður en full eftirlaunataka hefst. Eins geta sjóðfélagar séð þróun eftirlaunaréttinda þegar unnið er samhliða fullum eftirlaunagreiðslum.