Fréttir og tilkynningar
Fjárfestingarstefnur LSR 2026
19. desember 2025
Stjórn LSR hefur samþykkt fjárfestingarstefnur sjóðsins fyrir A-deild, B-deild og séreignardeildir sjóðsins. Stefnurnar gilda fyrir árið 2026.
Opnunartími yfir jól og áramót 2025
18. desember 2025
Skrifstofa og símaþjónusta LSR verður lokuð á almennum frídögum yfir jól og áramót. Fyrsta vinnudag eftir jól og áramót hefst þjónusta sjóðsins kl. 10:00, klukkutíma síðar en venjulega.
Launaseðlar einungis birtir á Mínum síðum og Ísland.is
16. desember 2025
Frá og með næstu mánaðarmótum mun LSR einungis birta launaseðla á Ísland.is og Mínum síðum. Birtingu launaseðla í netbönkum verður hætt.
Umsóknir uppfærðar á Mínum síðum
12. desember 2025
LSR hefur endurhannað tvær tegundir umsókna á Mínum síðum, umsókn um útgreiðslu séreignarsparnaðar og umsókn um makalífeyri.
Engin sölulaun eða aukagjöld í Séreign LSR
3. desember 2025
Þegar þú safnar í Séreign LSR greiðir þú engin sölulaun, aukagjöld eða breytingagjöld – öll þín iðgjöld renna beint í sparnað sem þú átt að fullu.
LSR einfaldar ávöxtunarleiðir séreignarsparnaðar
7. nóvember 2025
LSR mun breyta séreignarleiðum sínum 1. janúar 2026 til að veita sjóðfélögum skýrari valkosti og auka skilvirkni í rekstri.
Íslenska lífeyrissjóðakerfið fær toppeinkunn
27. október 2025
Fimmta árið í röð fær íslenska lífeyrissjóðakerfið toppeinkunn í alþjóðlegri úttekt sem nær til 52 landa. Íslenska lífeyrissjóðakerfið fær næsthæstu einkunn allra landanna.
LSR í hópi þeirra sem fjármagna byggingu Ölfusárbrúar
23. október 2025
LSR er einn fjögurra aðila sem hafa skrifað undir samning við ÞG Verk um framkvæmdafjármögnun á byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. Aðrir sem taka þátt í verkefninu eru Íslandsbanki, Birta lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verzlunarmanna.
Afgreiðsla og símaþjónusta lokuð 24. október vegna Kvennaverkfalls
22. október 2025
Afgreiðsla og símaþjónusta verða lokuð föstudaginn 24. október vegna Kvennaverkfalls. LSR stendur heilshugar með konum og kvárum og hvetur alla til að leggja sitt af mörkum til að efla jafnrétti í þjóðfélaginu og standa saman gegn mismunun.
Einungis lán með föstum vöxtum afgreidd
17. október 2025
Vegna dóms Hæstarréttar í máli nr. 55/2024 mun LSR að svo stöddu eingöngu afgreiða umsóknir um lán með föstum vöxtum út lánstímann. LSR mun þó afgreiða allar þær lánsumsóknir sem þegar eru í vinnslu hjá sjóðnum.