Fara á efnissvæði
Mínar síður

Fréttir og tilkynningar

Katrín Jakobsdóttir heldur ræðu á 100 ára afmæli LSR

Morgunverðarfundur í tilefni 100 ára afmælis LSR

28. nóvember 2019

Það hafa orðið stórfelldar breytingar á íslensku samfélagi síðustu 100 árin og er líklegt að alþjóðavæðingin muni knýja stærstu breytingar næstu 100 árin - við munum fara úr því að búa í landi yfir í að búa í heimi. Þetta er á meðal þess sem kom fram á þéttsetnum morgunverðarfundi LSR á Hilton Reykjavík Nordica í dag í tilefni af 100 ára afmæli sjóðsins.

Harpa Jónsdóttir og Haukur Hafsteinsson sitja í sal á 100 ára afmælisfundi LSR

Harpa Jónsdóttir nýr framkvæmdastjóri LSR

22. ágúst 2019

Harpa Jónsdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra LSR af Hauki Hafsteinssyni. Harpa er með BS-gráðu í stærðfræði frá Háskóla Íslands og meistara- og doktorspróf í verkfræði frá Tækniháskóla Danmerkur með tímaraðagreiningu, tölfræði og vatnafræði sem sérsvið. Hún var áður framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands.

LSR Logo

Afkoma LSR á árinu 2018

4. apríl 2019

Ávöxtun á verðbréfamörkuðum var sveiflukennd á árinu 2018. Talsverðar sveiflur voru á gengi innlendra og erlendra hlutabréfa og einnig á gengi íslensku krónunnar. Verðbréfamarkaðir lækkuðu skarpt í desember og hafði það eðlilega áhrif á ávöxtun LSR á árinu. Þær lækkanir sem urðu á mörkuðum í desember hafa komið til baka í upphafi ársins 2019 og gott betur.

LSR Logo

Haukur Hafsteinsson hættir sem framkvæmdastjóri LSR

1. mars 2019

Haukur Hafsteinsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri LSR - Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins snemma í sumar. Hann tilkynnti þetta á starfsmannafundi í morgun en hafði áður gert stjórn sjóðsins grein fyrir ákvörðun sinni.

LSR Logo

Nýtt á sjóðfélagavef LSR – rafrænar umsóknir og nýr lánavefur

29. janúar 2019

Rafrænar umsóknir um lífeyri verða að veruleika í dag ásamt því að nýr lánavefur hefur verið settur í loftið.

LSR Logo

Heimild til töku hálfs lífeyris og möguleiki á frestun töku lífeyris til allt að 80 ára aldurs í A-deild LSR

13. september 2018

Þann 1. september sl. tóku gildi breytingar á samþykktum LSR er varða A-deild sjóðsins. Geta sjóðfélagar nú tekið hálfan lífeyri frá og með þeim tíma

LSR Logo

Afkoma LSR á árinu 2017

27. apríl 2018

Afkoma LSR var góð á árinu 2017 en tekjur af fjárfestingum sjóðsins námu 55,4 milljörðum króna. Nafnávöxtun LSR var 7,6% sem svarar til 5,6% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm árin var 5,6%. Heildareignir LSR voru 799 milljarðar króna í árslok 2017.

LSR Logo

Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga sameinast B-deild LSR þann 1. janúar 2018

19. júní 2017

Alþingi hefur nýverið samþykkt lög þess efnis að Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga (LH) mun sameinast B-deild LSR þann 1. janúar 2018.

LSR Logo

Nýjar samþykktir LSR frá 1. júní 2017

13. júní 2017

Nýjar samþykktir fyrir LSR tóku gildi þann 1. júní sl. Breytingarnar eru fyrst og fremst tilkomnar vegna breytinga á lögum um LSR, nr. 1/1997, sem samþykkt voru á Alþingi í desember sl. Með breytingunum voru lagaákvæði sem fjalla um A-deild LSR að meginstefnu til felld brott með gildistöku 1. júní 2017.

LSR Logo

Afkoma LSR á árinu 2016

11. apríl 2017

Nafnávöxtun LSR á árinu 2016 var 3,0% sem svarar til 0,8% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm árin var 6,3%. Heildareignir LSR voru 720,4 milljarðar króna í árslok 2016.