Fréttir og tilkynningar

Breytingar á A-deild LSR
4. janúar 2017
Fyrir jól samþykkti Alþingi breytingar á lögum um A-deild LSR. Samkvæmt lögunum verður tekið upp breytt réttindakerfi hjá deildinni 1. júní n.k. Eftir breytinguna ávinna sjóðfélagar sér réttindi í aldurstengdu réttindakerfi og lífeyristökualdur verður miðaður við 67 ára aldur.

Samkomulag undirritað um breytingar á A-deild LSR
19. september 2016
Fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, BSRB, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband Íslands skrifuðu fyrr í dag undir samkomulag um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. Samkomulagið tekur til réttinda í A-deild LSR.

Afkoma LSR á árinu 2015
13. apríl 2016
Nafnávöxtun LSR á árinu 2015 var 8,7% sem svarar til 6,5% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm árin var 6,5%. Tekjur af fjárfestingarstarfsemi á árinu 2015 voru 46,8 milljarðar króna og heildareignir LSR voru 582,9 milljarðar króna í árslok 2015.

Hrein raunávöxtun LSR 8,9% á árinu 2014
13. apríl 2015
Ávöxtun eigna LSR á árinu 2014 var mjög góð. Nafnávöxtun sjóðsins var 10,1% sem svarar til 8,9% hreinnar raunávöxtunar. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar LSR síðustu fimm árin var 5,7%. Tekjur af fjárfestingarstarfsemi á árinu 2014 voru 49,5 milljarðar króna og heildareignir LSR voru 535,5 milljarðar króna í árslok 2014.