Norðurlandasamningar

Samkomulag Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar um samræmingu lífeyrisréttinda

Þann 1. mars 2002 tók í gildi samningur um samkomulag Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar um samræmingu lífeyrisréttinda samkvæmt lífeyrisreglum ríkisstarfsmanna. Tilgangurinn með samkomulaginu er að koma í veg fyrir að lífeyrismál hindri þá í að sækja um samsvarandi starf í einhverju öðru aðildarlandi. Samkomulagið felur í sér að ríkisstarfsmenn geti notið samanlagðra lífeyrisréttinda sinna og verið því sem næst eins settir og ef þeir hefðu hvergi farið.

Samkvæmt samkomulaginu ber hverju aðildarlandi að líta til lengdar á ráðningartíma og iðgjaldagreiðslutíma í öðru aðildarlandi þegar meta ber hvort viðkomandi ríkisstarfsmaður hafi öðlast rétt til lífeyris.

Þjónustualdur er þannig lagður saman til að meta hvort einstaklingur í LSR eða LH hafi náð svokallaðri 95 ára reglu.

Lífeyrisréttindi eru reiknuð út samkvæmt reglum í því landi sem þau eru áunnin og lífeyrir er jafnframt greiddur af því landi. Lífeyrisrétthafinn getur notið allra áunninna réttinda sinna samkvæmt samkomulaginu frá þeim tíma sem hann öðlast rétt til lífeyrisgreiðslna en slíkur réttur er bundinn því skilyrði að greiðslur hefjist í beinu framhaldi af starfslokum eða fráfalli starfsmanns. Taka eftirlauna sem rekja má til samkomulagsins hefst í fyrsta lagi frá og með 60 ára aldri.

Þér ber að sækja um lífeyri hjá ríkislífeyrissjóði þess lands sem þú ávannst þér lífeyrisréttindi. Vakin er athygli á því að á Norðurlöndunum eru flestar heilbrigðisstofnanir reknar af sveitarfélögum og nær samkomulagið ekki til slíkra starfa.