Hálfur lífeyrir

Sjóðfélagar A-deildar geta tekið hálfan lífeyri frá 60 ára aldri. Ef sjóðfélagi velur þennan kost geymir hann hinn helminginn þar til hann kýs að taka fullan lífeyri. Mánaðarlegar greiðslur vegna geymdra réttinda breytast í samræmi við samþykktir sjóðsins.

Ef sjóðfélagi heldur áfram í starfi eftir að taka á hálfum lífeyri hefst eru réttindi sem ávinnast af starfi meðfram töku á hálfum lífeyri endurreiknuð þegar sótt er um fullan lífeyri. Hægt er að fresta töku á fullum lífeyri til 80 ára aldurs.

Í lögum um almannatryggingar er kveðið á um skilyrði þess að fá greiddan hálfan lífeyri frá Tryggingastofnun. Athuga þarf að skilyrði fyrir hálfum lífeyri hjá Tryggingastofnun geta breyst ef breytingar verða á lögum eða öðrum gildandi reglum sem varða lífeyrisgreiðslur stofnunarinnar.

Nánari upplýsingar um töku hálfs lífeyris á vef Tryggingastofnunar.