Tilkynningar

Fundir og kynningar í maí

Ársfundur LSR og LH verður haldinn fimmtudaginn 21. maí kl. 15.

Árlegur kynningar- og samráðsfundur með lífeyrisþegum verður haldinn þriðjudaginn 5. maí kl. 14.

Kynningarfundir fyrir sjóðfélaga LSR og LH verða haldnir 12. og 13. maí 2015.


Við veitum þér lán

LSR lán á góðum kjörum

LSR býður fasteignalán á kjörum sem eru með því besta sem er í boði á hverjum tíma. Hagstæð kjör og sveigjanlegir skilmálar gera LSR lán að góðum valkosti.

Meira um lán

Leiðréttingin - Séreign inn á lán


Séreignarsparnaður

Séreign LSR - á traustum grunni

Viðbótarlífeyrissparnaður er val hvers launþega. Samningur við Séreign LSR um sparnað veitir þér rétt á kjarasamningsbundnu mótframlagi launagreiðenda.

Meira um viðbótarlífeyrissparnað hjá Séreign LSR

Leiðréttingin - Séreign inn á lán


Réttindi þín

Traustur sjóður - örugg samfylgd

Meginhlutverk LSR er að greiða sjóðfélögum eftirlaun til æviloka og koma til móts við þá og fjölskyldur þeirra komi til skertrar starfsgetu, örorku eða andláts.

Meira um ávinnslu réttinda

Meira um lífeyri


Hafðu sambandReiknivélar

Hér finnur þú reiknivélar sem gera þér kleift að áætla afborganir af lánum og reikna út lífeyri út frá gefnum forsendum.Sjóðfélagavefur

Á sjóðfélagavef getur þú nálgast persónulegar upplýsingar um skil á iðgjöldum og áunnum réttindum í sjóðnum og hvað þú átt í séreign. Til að komast inn á sjóðfélagavef LSR skráir þú þig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.


Fréttir og tilkynningar

13.05.2015 : Ársfundur LSR og LH

Ársfundur LSR og LH verður haldinn fimmtudaginn 21. maí kl. 15 í húsnæði LSR við Engjateig 11, 105 Reykjavík. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Á fundinum verður gerð grein fyrir skýrslu stjórna LSR og LH, ársreikningi, tryggingafræðilegri úttekt, skuldbindingum launagreiðenda og fjárfestingarstefnu.

Ársskýrsla fyrir árið 2014 verður afhent á fundinum en einnig er hægt að óska eftir heimsendingu hennar með því að senda póst á lsr@lsr.is. Ennfremur er hægt að nálgast árskýrsluna á rafrænu formi hér á síðunni.

Lesa meira

08.05.2015 : Meðalfjárhæð lífeyris hjá B-deild LSR og LH

Meðalfjárhæð greidd til lífeyrisþega í desember 2014 var 170 þúsund kr. hjá B-deild LSR en 231 þúsund kr. hjá LH. Hærri meðalfjárhæð lífeyris hjá LH skýrist af tvennu; Annars vegar voru meðalviðmiðunarlaun til greiðslu lífeyris hærri hjá LH eða 457 þúsund kr. á móti 411 þúsund kr. hjá B-deild LSR og hins vegar var meðalréttindaprósentan hærri hjá LH. Að meðaltali hafa lífeyrisþegar hjá LH áunnið sér 48,9% réttindi af lokalaunum en 37,4% hjá B-deild LSR. 

Lesa meira

04.05.2015 : Fundur fyrir sjóðfélaga á lífeyri 5. maí 2015

Kynningar- samráðsfundur sjóðfélaga á lífeyri verður haldinn þriðjudaginn 5. maí 2015 á Hilton Reykjavík Nordica Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Fundurinn hefst kl 14.

Lesa meira

Fréttasafn

Language


Útlit síðu: