Sækja um lán

LSR býður verðtryggð og óverðtryggð fasteignalán gegn veði í eigin fasteign á kjörum sem eru með því besta sem er í boði á hverjum tíma. Hagstæð kjör og sveigjanlegir skilmálar gera LSR lán að góðum valkosti.

ReykjavíkKostir LSR lána

• Ekki eru sett skilyrði fyrir nýtingu lánsfjárhæðar nema þegar um skilyrt veðleyfi er að ræða.
• Veðhlutfall 70% gegn ákveðnum skilyrðum.
• Ekkert uppgreiðslugjald.
• Hægt er að greiða inn á höfuðstólinn án uppgreiðslugjalds.
• Lántökugjald kr. 60.000.
• Verðtryggð lán - Breytilegir vextir eru nú 4,1%*.
• Verðtryggð lán - Fastir vextir 4,1%.
• Óverðtryggð lán - Breytilegir vextir eru 9,5%*.

*Breytilegir vextir verðtryggðra og óverðtryggðra lána eru fastir í 36 mánuði í senn en eru þá endurskoðaðir samkvæmt ákvörðun LSR. Gildandi vextir hverju sinni eru birtir á vef LSR.

Lánsréttur 

  • Ef þú ert virkur sjóðfélagi hjá LSR.

Jafnframt er lánsréttur enn til staðar þrátt fyrir að sjóðfélagi sé ekki virkur ef eitt af eftirtöldum skilyrðum er uppfyllt; 

  • Ef þú hefur einhvern tímann greitt iðgjald til LSR á sl. 5 almanaksárum.
  • Ef þú hefur einhvern tímann greitt iðgjald til LSR og ekki greitt iðgjald til annars lífeyrissjóðs eftir að greiðslum til LSR lauk.
  • Ef þú ert lífeyrisþegi hjá LSR og hefur greitt iðgjald til LSR a.m.k. samtals í 10 ár, þrátt fyrir að framangreind skilyrði vegna iðgjaldagreiðslna eru ekki uppfyllt.
  • Ef þú ert makalífeyrisþegi og maki þinn hefði átt lánsrétt.

Skilyrði

  • Lán eru einungis veitt gegn veði í íbúðarhúsnæði á Íslandi til eigin nota þar sem lántaki hefur lögheimili.
  • Fjárhæð þess láns sem sótt er um ásamt lánum sem standa framar í veðröð mega að hámarki vera 65% af fasteignamati eða söluverði fasteignar samkvæmt kaupsamningi.
  • Hámarksveðsetning getur þó farið í allt að 70% af fasteignamati eða söluverði fasteignar samkvæmt kaupsamningi ef LSR lánar gegn 1. veðrétti eða ef LSR lánar í samfelldri veðröð frá og með 1. veðrétti. 
  • Hámarksveðsetning takmarkast einnig alltaf af því að fjárhæð lána á viðkomandi fasteign getur aldrei orðið hærri en samtala brunabótamats og lóðarmats.
  • Allir þinglýstir eigendur/kaupendur viðkomandi fasteignar þurfa að gerast lántakar og standast greiðslumat og lánshæfismat.
  • Hámarksfjárhæð lána hjá LSR samanlagt er kr. 75.000.000. Lágmarksfjárhæð er kr. 1.000.000.

Gögn sem þurfa að fylgja lánsumsókn

Athygli er vakin á því að sótt er um lán á Mínar síður á stafrænu formi og þar skal einnig láta fylgja með viðeigandi gögn. Innskráning á Mínar síður vegna lánsumsókna þarf að vera með rafrænum skilríkjum í síma og sömuleiðis þarf að skrifa undir með rafrænum skilríkjum í síma.

Fasteign

  • Vottorð um smíðatryggingu ef fasteign er í smíðum, ef við á.
  • LSR útvegar veðbókarvottorð gegn gjaldi.

Ef fasteignakaup

  • Undirritað kauptilboð/undirritaður kaupsamningur vegna þeirra fasteignar sem verið er að kaupa og veðsetja skal.
  • Undirritað kauptilboð/undirritaður kaupsamningur vegna sölu á fasteign, ef við á.
  • Staðfesting á fé sem á að nota til fasteignakaupa (ef ekki á að nota fé úr sölu fasteignar sbr. lið hér að ofan).

Tekjur

  • Staðfesting á föstum bótagreiðslum, ef við á s.s. meðlag, lífeyrir, húsaleigubætur, vaxtabætur og barnabætur.
  • Greiðsluáætlun ef um tekjur frá Tryggingastofnun er að ræða.

Skuldbindingar

  • Síðustu greiðsluseðlar vegna skuldbindinga við Valitor, Netgíró, Aur, Aktíva og Pei, ef við á.
  • Yfirlit afborgana frá LÍN, ef við á.
  • Staðfesting á föstum greiðslum ef við á, s.s. upplýsingar um húsaleigugreiðslur og meðlagsgreiðslur.

Ef skilnaður/sambúðarslit

  • Fjárskipta- og skilnaðarsamningur staðfestur af sýslumanni, ef við á.
  • Staðfestingu á skiptingu eigna og skulda sem undirrituð er af báðum aðilum ef um sambúðarslit er að ræða, ef við á.

Annað

  • Öll önnur gögn sem varpað geta ljósi á fjárhagsstöðu lánsumsækjanda.

Athygli er vakin á því að LSR getur óskað eftir fleiri gögnum en tilgreind eru hér að ofan.

Útborgun láns

  • Þegar skuldabréf hefur verið útbúið og undirritað ásamt tveimur vottum, er því þinglýst hjá sýslumanni. Þú ferð með skuldabréfið til þinglýsingar til viðkomandi sýslumannsembættis. Vinsamlega athugið að sýslumaður þinglýsir ekki skjölum samdægurs.
  • Að þinglýsingu lokinni er lánið tilbúið til útborgunar. 

Flýtileiðir