23.04.2024 : Ársfundur LSR verður haldinn 7. maí

Ársfundur LSR verður haldinn kl. 15:00 þriðjudaginn 7. maí næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn verður opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Lesa meira

19.04.2024 : Jákvæð raunávöxtun á krefjandi rekstrarári

Jákvæð raunávöxtun var á öllum sameignar- og séreignardeildum LSR á árinu 2023 og skilaði sjóðurinn í heild 9,2% nafnávöxtun, sem samsvarar 1,1% raunávöxtun. Eignir jukust um 112 milljarða króna á árinu og var heildareign sjóðsins 1.405 milljarðar í árslok.

Lesa meira

12.04.2024 : Vextir óverðtryggðra lána lækka í 9,5%

Vextir óverðtryggðra lána LSR lækka um 0,2 prósentustig, úr 9,7% í 9,5%, frá og með föstudeginum 12. apríl 2024. Vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána hjá LSR eru fastir í 36 mánuði í senn.

Lesa meira

20.03.2024 : Hætt að senda launaseðla á pappír

Frá og með mánaðarmótunum mars/apríl mun LSR hætta útsendingu launaseðla á pappír. Þess í stað verða launaseðlar birtir rafrænt á Mínum síðum á lsr.is.

Lesa meira

29.02.2024 : Vextir óverðtryggðra lána lækka um 0,2%

Vextir óverðtryggðra lána LSR lækka um 0,2 prósentustig, úr 9,9% í 9,7% frá og með fimmtudeginum 29. febrúar 2024. Vextir óverðtryggðra sjóðfélagalána hjá LSR eru fastir í 36 mánuði í senn.

Lesa meira

26.02.2024 : Nýjar Mínar síður

LSR hefur uppfært sjóðfélagavef sinn, Mínar síður, með það fyrir augum að gera hann einfaldari og þægilegri í notkun. Upplýsingagjöf er skýrari auk þess sem ýmsar aðgerðir og nýjungar eru nú í boði sem ekki voru á eldri sjóðfélagavef.

Lesa meira

20.02.2024 : Fara tilnefningarnefndir með atkvæðisréttinn?

Nú fer í hönd tími aðalfunda hjá skráðum félögum þar sem m.a. er kjörið í stjórnir þeirra. Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri LSR, skrifar af þessu tilefni grein í Innherja í dag þar sem hún ræðir vinnulag tilnefningarnefnda og möguleika hluthafa á að kjósa í stjórnir félaganna.

Lesa meira

16.02.2024 : Tvö spennandi störf laus hjá LSR

LSR auglýsir nú tvær spennandi stöður lausar til umsóknar. Annars vegar leitum við að sérfræðingi á fjármálasviði og hins vegar að sjóðsstjóra í teymi erlendra fjárfestinga á eignastýringarsviði.

Lesa meira

09.02.2024 : Samkomulag við ríkissjóð um sjóðfélagalán Grindvíkinga

LSR hefur ásamt 11 öðrum lífeyrissjóðum gert samkomulag við fjármála- og efnahagsráðherra um greiðslur vaxta og verðbóta af húsnæðislánum Grindvíkinga.

Lesa meira

01.02.2024 : Staða sérfræðings í sjálfbærni laus til umsóknar

LSR leitar að metnaðarfullum og skipulögðum einstaklingi til að leiða framkvæmd á sjálfbærnistefnu sjóðsins. Starfið er víðtækt og nær til fjölbreyttra sjálfbærniverkefna sem tengjast fjárfestingum og rekstri sjóðsins.

Lesa meira

19.01.2024 : Launamiðar eftirlauna- og lífeyrisþega fyrir 2023 gefnir út

LSR hefur nú lokið skilum á launamiðum eftirlauna- og lífeyrisþega til Skattsins. Skil á launamiðum ná til allra sjóðfélaga sem fengu eftirlauna- eða lífeyrisgreiðslur á árinu 2023 og er hægt að nálgast upplýsingarnar með innskráningu á vef Skattsins.

Lesa meira