16.12.2022 : Tilgreind séreign hjá LSR

LSR mun á næsta ári bjóða sjóðfélögum að greiða hluta af lífeyrisiðgjaldi sínu í tilgreinda séreign. Með því fá sjóðfélagar aukinn sveigjanleika við skipulagningu sinna starfsloka og hvernig lífeyrisiðgjaldi þeirra er varið.

Lesa meira

16.12.2022 : LSR leitar að útsjónarsömum forriturum

Framundan eru spennandi verkefni í stafrænni uppbyggingu LSR og af þeim ástæðum leitar sjóðurinn nú að tveimur útsjónarsömum forriturum sem eru tilbúnir til að taka með okkur næstu skref á þeirri vegferð.

Lesa meira

07.12.2022 : Fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu staðfestir niðurstöður

Róbert R. Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og gestaprófessor við lagadeild Oxford háskóla í Bretlandi, staðfestir niðurstöður LOGOS lögmannsþjónustu, varðandi málefni ÍL-sjóðs. Þetta kemur fram í álitsgerð Róberts sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa fengið í hendur.

Lesa meira

01.12.2022 : Breytingar á vöxtum LSR

Frá og með 1. desember hækka vextir á nýjum fasteignalánum LSR. Vextir allra lánavalkosta sjóðsins hækka um 0,1 prósentustig auk þess sem breytilegir vextir á lánum sem gefin voru út fyrir 15. janúar 2019 hækka um 0,3 prósentustig.

Lesa meira

24.11.2022 : Afar sterk lagaleg staða lífeyrissjóða vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs

Fyrirhuguð lagasetning fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg skuldaskil ÍL-sjóðs fer í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta er meðal þess sem efnislega kemur fram í lögfræðiáliti LOGOS sem unnið var fyrir íslenska lífeyrissjóði og kynnt var á fundi þeirra í gær.

Lesa meira

22.11.2022 : Aukinn liðsstyrkur hjá LSR

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, LSR, hefur fengið tvo nýja starfsmenn til liðs við sjóðinn á tveimur mismunandi sviðum. Edda Björk Agnarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu sérfræðings í áhættustýringu og Karen Ýr Lárusdóttir er nýr sérfræðingur á lífeyrissviði. Þær hafa þegar hafið störf hjá sjóðnum.

Lesa meira

03.11.2022 : Vaxtabreytingar hjá LSR

Frá og með 3. nóvember hækka vextir á nýjum fasteignalánum. Verðtryggðir vextir hækka um 0,1 prósentustig og óverðtryggðir vextir um 0,15 prósentustig.

Lesa meira

02.11.2022 : Skúli Hrafn Harðarson ráðinn sjóðstjóri hjá LSR

LSR hefur ráðið Skúla Hrafn Harðarson í starf sjóðstjóra á eignastýringasviði. Skúli mun gegna lykilhlutverki við mat og stýringu verðbréfa á innlendum markaði hjá LSR og taka þátt í áframhaldandi vegferð í fjárfestingum sjóðsins. Hann mun hefja störf hjá LSR innan nokkurra vikna.

Lesa meira

14.10.2022 : Ísland í fyrsta sæti í alþjóðlegum samanburði lífeyriskerfa

Íslenska lífeyriskerfið er í fyrsta sæti í alþjóðlegri lífeyrisvísitölu annað árið í röð samkvæmt árlegri rannsókn ráðgjafafyrirtækisins Mercer og samtakanna CFA Institute.

Lesa meira

30.09.2022 : Nýr afgreiðslutími hjá LSR

Frá og með 3. október næstkomandi mun afgreiðslutími LSR breytast, þannig að opnunartími afgreiðslu okkar að Engjateigi 11 verður 9:00 til 15:30 mánudaga til fimmtudaga og 9:00 til 14:00 á föstudögum. Símaþjónusta LSR verður jafnframt í boði á þessum tíma.

Lesa meira

13.09.2022 : Engar skerðingar vegna greiðslna úr Séreign LSR

Vegna umræðu um breytingar á lögum um lífeyrissjóði sem taka munu gildi um næstu áramót er rétt að taka fram að þessar lagabreytingar hafa engin áhrif á Séreign LSR. Greiðslur úr Séreign LSR munu eftir sem áður ekki leiða til skerðinga á greiðslum Tryggingastofnunar.

Lesa meira

06.09.2022 : Halla Kristjánsdóttir ráðin sviðsstjóri eignastýringar LSR

Halla Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri eignastýringar LSR. Halla hefur yfirgripsmikla þekkingu af starfsemi LSR, en hún hóf störf á eignastýringarsviði sjóðsins árið 2006 og hefur síðan þá sinnt ýmsum störfum innan LSR.

Lesa meira

01.09.2022 : Vextir óverðtryggðra lána hækka í 7,55%

Vextir óverðtryggðra lána LSR hækka úr 6,95% í 7,55% frá og með deginum í dag, fimmtudeginum 1. september 2022. Vextir verðtryggðra lána breytast ekki.

Lesa meira

24.06.2022 : Vaxtabreytingar hjá LSR

Frá og með 24. júní munu vextir lána hjá LSR breytast þannig að verðtryggðir fastir vextir lækka um 0,1 prósentustig, en óverðtryggðir vextir hækka um 0,65 prósentustig. Aðrir vextir eru óbreyttir.

Lesa meira

31.05.2022 : Vextir á óverðtryggðum lánum hækka í 6,3%

Vextir óverðtryggðra lána LSR hækka úr 5,9% í 6,3% frá og með deginum í dag, þriðjudeginum 31. maí 2022. Vextir óverðtryggða sjóðfélagalána hjá LSR eru fastir í 36 mánuði í senn. Vextir á verðtryggðum lánum breytast ekki.

Lesa meira

19.05.2022 : Ársskýrsla LSR komin út

Forsíða ársskýrslu LSR

Ársskýrsla LSR fyrir árið 2021 er komin út. Þar er farið yfir helstu atriði rekstrar og starfsemi LSR árið 2021.

Lesa meira

19.05.2022 : Upptaka frá ársfundi LSR fyrir 2021

Ársfundur var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica 19. maí. Hér fyrir ofan er upptaka frá fundinum.

Lesa meira

04.05.2022 : Ársfundur LSR haldinn 19. maí

Ársfundur LSR verður haldinn kl. 15:00 fimmtudaginn 19. maí 2021 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Fundurinn verður opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.

Lesa meira

29.04.2022 : Vextir óverðtryggðra lána hækka í 5,9%

Vextir óverðtryggðra lána LSR hækka úr 5,4% í 5,9% frá og með föstudeginum 29. apríl 2022. Vextir óverðtryggða sjóðfélagalána hjá LSR eru fastir í 36 mánuði í senn. Verðtryggðir vextir breytast ekki.

Lesa meira

07.04.2022 : 10% hrein raunávöxtun 2021 og fjárfestingartekjur aldrei meiri

Hreinar fjárfestingartekjur LSR námu um 181 milljarði króna á árinu 2021, sem eru mestu fjárfestingartekjur á einu ári í sögu sjóðsins. Hrein raunávöxtun LSR var 10% á árinu og er þetta þriðja árið í röð sem raunávöxtun sjóðsins er 10% eða meiri. 

Lesa meira

17.03.2022 : Vaxtabreytingar hjá LSR

LSR mun breyta vöxtum sjóðfélagalána sinna á morgun, föstudaginn 18. mars. Vextir verðtryggðra lána lækka en vextir á óverðtryggðum lánum hækka.

Lesa meira

17.02.2022 : Vextir óverðtryggðra lána hækka í 5,1%

Vextir óverðtryggðra lána LSR munu hækka úr 4,7% í 5,1% frá og með fimmtudeginum 17. febrúar 2022. Vextir verðtryggðra lána haldast óbreyttir.

Lesa meira

03.02.2022 : Afgreiðsla LSR opnuð á ný | Offices reopen

Vegna tilslakana í sóttvörnum verður afgreiðsla LSR að Engjateigi 11 opnuð á ný frá og með mánudeginum 7. febrúar næstkomandi. Information in English below.

Lesa meira

04.01.2022 : Afgreiðsla LSR lokuð vegna sóttvarnaaðgerða / Closing of offices

Vegna hertra sóttvarnaaðgerða er afgreiðsla LSR lokuð tímabundið. Boðið er upp á þjónustu með tölvupósti og síma.

English version below.

Lesa meira