Halla Kristjánsdóttir ráðin sviðsstjóri eignastýringar LSR

06.09.2022

Halla-Kristjansdottir-webHalla Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri eignastýringar LSR. Halla hefur yfirgripsmikla þekkingu af starfsemi LSR, en hún hóf störf á eignastýringarsviði sjóðsins árið 2006 og hefur síðan þá sinnt ýmsum störfum innan LSR. Halla tekur við stöðunni af Birni Hjaltested Gunnarssyni sem lét af störfum í sumar.

Undanfarin ár hefur Halla gegnt stöðu sjóðsstjóra erlendra fjárfestinga í eignastýringu LSR. Áður hafði hún verið sjóðsstjóri erlendra framtakssjóða og sjóðsstjóri Séreignar LSR ásamt því að taka þátt í stefnumótun og verkefnastjórnun innan sviðsins. Halla situr jafnframt í hluthafaráðum fagfjárfestasjóða og sinnti um árabil dæmatímakennslu í viðskiptadeild HR.

Halla er með B.s. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.sc. gráðu í fjármálum frá Boston College, Carroll Graduate School of Management. Hún hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.