Greiðsluseðlar á Mínum síðum í stað netbanka

04.05.2023

Greiðsluseðlar og flest önnur skjöl sem tengjast sjóðfélagalánum LSR eru nú aðgengileg á lánahlutanum á Mínum síðum hér á lsr.is. Samhliða því hefur birtingu skjalanna í netbönkum verið hætt.

Skjölin sem birtast nú á Mínum síðum eru:

  • Greiðsluseðlar lána
  • Greiðslukvittanir vegna lána
  • Kaupnótur lána við upphaf lántöku
  • Tilkynningar um fyrirhugaðar vaxtabreytingar á eldri verðtryggðum lánum með breytilegum vöxtum

Til að finna lánaskjöl er farið inn á Mínar síður og svo valið „Yfirlit“ undir lánahlutanum. Þar má finna skjalayfirlit í aðalvalmynd og einnig undir lánayfirliti.

Ógreidda greiðsluseðla má finna undir viðkomandi láni undir flipanum gjalddagar en greiðsluseðlar sem hafa verið greiddir eru undir flipanum greiðslusaga.

Eina undantekningin frá þessum birtingarmáta að svo stöddu er að vaxtatilkynningar vegna óverðtryggðra og verðtryggðra lána sem eru með fasta vexti í 36 mánuði munu áfram birtast í netbönkum en ekki á Mínum síðum. Hins vegar er fyrirhugað að þessar tilkynningar verði einnig birtar á Mínum síðum og birtingu í netbönkum verði þannig endanlega hætt.