LSR hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar

16.10.2023

JV_vidurkenning_merki_2023_gull

LSR hlaut í síðustu viku viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, sem veitt er fyrirtækjum og stofnunum sem uppfylla markmið Jafnvægisvogarinnar um 40/60 kynjahlutfall meðal stjórnenda. Þetta er í fjórða sinn sem LSR hlýtur viðurkenninguna.

Það er Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, sem stendur að Jafnvægisvoginni. Í ár hlutu 56 fyrirtæki, 11 sveitarfélög og 22 opinberir aðilar viðurkenninguna úr hópi þeirra 239 aðila sem hafa undirritað viljayfirlýsingu verkefnisins.

Viðurkenningin var afhent á ráðstefnu Jafnvægisvogarinnar sem var haldin 12. október síðastliðinn, þar sem Eliza Reid kynnti handhafa viðurkenningarinnar í ár. Það var Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri LSR, sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd sjóðsins.

Jafnvaegisvog2023Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri LSR og Eliza Reid, sem kynnti handhafa viðurkenningarinnar.

LSR leggur mikla áherslu á jafnrétti í sinni starfsemi og hefur sjóðurinn meðal annars sett sér jafnlauna- og jafnréttisáætlun. Þá hlaut sjóðurinn jafnlaunavottun árið 2021 og hefur viðhaldið henni síðan.

Jafnvaegisvogin-2023-allirFrá afhendingu Jafnvægisvogarinnar 2023.