Eignir LSR og LH 340 milljarðar

16.04.2008

Um síðustu áramót voru samanlagðar eignir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga (LH) 340 milljarðar króna og höfðu þær aukist um 36 milljarða frá árinu á undan; Eignir LSR voru tæplega 317 milljarðar og eignir LH rúmlega 23 milljarðar.

Nafnávöxtun LSR var 5,1% á árinu 2007 sem svarar til -0,8% hreinnar raunávöxtunar samanborið við 10,9% hreina raunávöxtun árið 2006. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ár er 8,7% og síðustu 10 ár 5,7%.

Nafnávöxtun innlendra skuldabréfa var 10,1% sem svarar til 4,0% raunávöxtunar. Ávöxtun innlendra hlutabréfa var 2,2% en til samanburðar lækkaði úrvalsvísitala Kauphallar Íslands um 1,4% á árinu. Ávöxtun erlendra hlutabréfa, að teknu tilliti til gjaldeyrisvarna, var -2,7%. Til samanburðar má geta þess að heimsvísitala hlutabréfa (MSCI) lækkaði í íslenskum krónum talið um 5,9%. Ávöxtun erlendra skuldabréfa var 5,1%.

Í árslok 2007 voru 52,9% af verðbréfaeignum sjóðsins í innlendum skuldabréfum, 2,6% í erlendum skuldabréfum, 15,9% innlendum hlutabréfum og 28,6% í erlendum hlutabréfum.

Ársuppgjör 2007

B-deild LSR

Heildareignir B-deildar LSR námu 203 milljörðum króna í lok árs 2007 en 185,4 milljörðum króna í lok árs 2006. Nafnávöxtun B-deildar LSR var 5,3% á árinu 2007 sem svarar til -0,6% hreinnar raunávöxtunar samanborið við 11,0% hreina raunávöxtun árið 2006. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ár er 8,8% og síðustu 10 ár 5,9%. 

Verðbréfaeign deildarinnar í árslok 2007 skiptist þannig að 52,9% voru í innlendum skuldabréfum, 2,3% í erlendum skuldabréfum, 16,2% í innlendum hlutabréfum og 28,6% í erlendum hlutabréfum.

A-deild LSR
Heildareignir A-deildar LSR námu 107,2 milljörðum króna í lok árs 2007 en 91,2 milljörðum í lok árs 2006. Nafnávöxtun A-deildar LSR var 4,6% á árinu 2007 sem svarar til -1,3% hreinnar raunávöxtunar samanborið við 10,9% hreina raunávöxtun árið 2006.  Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ár er 8,6% og síðustu 10 ár 5,5%.

Í árslok 2007 voru 52,8% af verðbréfaeignum deildarinnar í innlendum skuldabréfum, 3,0% í erlendum skuldabréfum, 15,5% í innlendum hlutabréfum og 28,7% í erlendum hlutabréfum.

Séreign LSR
Ávöxtun fjárfestingarleiða Séreignar LSR var misjöfn á síðasta ári. Nafnávöxtun Leiðar I var 4,3% sem svarar til -1,6% hreinnar raunávöxtunar. Nafnávöxtun Leiðar II var 6,1% sem svarar til 0,2% hreinnar raunávöxtunar. Hrein raunávöxtun Leiðar III, sem er bundinn innlánsreikningur, var 6,4% á síðasta ári. Við samanburð á ávöxtun Séreignar LSR við ávöxtun A- og B-deildar sjóðsins er rétt að hafa það í huga að skuldabréf eru gerð upp á markaðsvirði í séreigninni en á kaupkröfu í öðrum deildum.

Heildareignir Séreignar LSR námu 6,6 milljörðum króna í árslok 2007 og jókst hrein eign sjóðsins um 905,9 milljónir króna eða 16,0%.

Verðbréfaeign Leiðar I í árslok 2007 skiptist þannig að 53,1% voru í innlendum skuldabréfum, 2,4% í erlendum skuldabréfum, 15,2% í innlendum hlutabréfum og 29,3% í erlendum hlutabréfum. Verðbréfaeign Leiðar II um áramót var þannig að 74,5% var í innlendum skuldabréfum, 3,4% í erlendum skuldabréfum, 7,8% í innlendum hlutabréfum og 14,3% í erlendum hlutabréfum.  

Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga
Heildareignir LH í árslok 2007 námu 23,1 milljarði króna en í árslok 2006 voru þær 22,1 milljarður króna. Nafnávöxtun Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga var 4,4% á árinu 2007 sem svarar til -1,5% hreinnar raunávöxtunar samanborið við 11,1% hreina raunávöxtun árið 2006. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar síðustu 5 ár er 8,8% og síðustu 10 ár 5,6%.

Verðbréfaeign sjóðsins í árslok 2007 skiptist þannig að 50,7% voru í innlendum skuldabréfum, 2,8% í erlendum skuldabréfum, 15,7% í innlendum hlutabréfum og 30,8% í erlendum hlutabréfum.