Ráðstöfun séreignar inn á fasteignalán framlengd

15.06.2023

Alþingi samþykkti fyrir skömmu að framlengja úrræði um skattfrjálsa ráðstöfun séreignar inn á húsnæðislán og mun það nú standa til boða fram til ársloka 2024.

Um nokkuð skeið hefur staðið til boða að ráðstafa iðgjöldum í séreignarsparnað skattfrjálst til lækkunar höfuðstóls húsnæðislána. Til stóð að úrræðið myndi renna út í lok júní 2023, en fyrir þinglok í vor var samþykkt að framlengja úrræðið um 18 mánuði, til ársloka 2024.

Nánari upplýsingar um skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán má finna hér.