Sérstök heimild til úttektar á séreignarsparnaði frá og með 1. apríl 2020

31.03.2020

Alþingi hefur samþykkt lög þar sem kveðið er á um tímabundna heimild til úttektar séreignarsparnaðar vegna COVID-19.

  • Hámarksúttekt miðast við 12.000.000 kr., óháð því hvort samanlagður séreignarsparnaður sé í vörslu hjá fleiri en einum vörsluaðila.
  • Inneignin greiðist út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum á 15 mánuðum eða 800.000 kr. á mánuði fyrir skatt.
  • Útgreiðslutími styttist ef um lægri fjárhæð en 12.000.000 kr. er að ræða.
  • Inneignin sem hægt verður að taka út miðast við stöðuna 1. apríl 2020, en þó aldrei hærri fjárhæð en kr. 12.000.000.
  • Umsóknartímabilið er 1. apríl 2020 til 1. janúar 2021.
  • Óski rétthafi eftir útgreiðslu séreignarsparnaðar skal hann leggja fram umsókn þess efnis hjá viðkomandi vörsluaðila. Stafræna umsókn um útgreiðslu séreignar hjá LSR má finna hér.
  • Tekjuskattur er dreginn af útgreiðslunni.
  • Útgreiðslan skerðir ekki vaxta-, barna- eða aðrar tryggingabætur.

Nánar