Skattfrjáls séreign inn á lán – úrræði framlengt til 2021

02.07.2019

Allt frá 1. júlí 2014 hefur þeim sem greiða í séreignarsjóð staðið til boða að nýta séreignarsparnað til kaupa á íbúðarhúsnæði til eigin nota eða að ráðstafa greiðslum sínum beint inn á lán vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Úrræðið sem gilti áður til 30.06.2019 hefur nú verið framlengt til júníloka 2021.

Þeir sjóðfélagar sem hafa nýtt sér að ráðstafa greiðslum inn á lán, þurfa nú að taka afstöðu til þess hvort að þeir óski eftir framlengingu. Óskað er eftir framlengingu á vef ríkisskattstjóra www.leidretting.is. Með nýrri umsókn er hægt að hefja ráðstöfun að nýju allt til loka júní 2021.

Sjá nánari upplýsingar í frétt á vef RSK.