Þrjú til liðs við LSR

29.06.2023

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins hefur ráðið þrjá nýja starfsmenn, tvö á svið stafrænnar þróunar og reksturs og einn á eignastýringarsvið.

GretarGrétar Már Axelsson hefur verið ráðinn sjóðstjóri á eignastýringasviði. Grétar kemur inn í teymi eignastýringar fyrir erlendar fjárfestingar með áherslu á skráð verðbréf og mun styðja við stefnu sjóðsins um að veita erlendum fjárfestingum meira vægi í ört vaxandi eignasafni LSR. Grétar hefur víðtæka reynslu af greiningum og fjárfestingum og starfaði áður m.a. hjá Almenna lífeyrissjóðnum, Íslandssjóðum, Glitni og Vodafone. Hann er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og MS-gráðu í fjármálum frá Aarhus School of Business. Grétar hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.

Þá hefur sjóðurinn ráðið þau Hafdísi Mist Bergsteinsdóttur og Jón Böðvarsson á sviðið stafræn þróun og rekstur. Ráðning þeirra er liður í aukinni áherslu sjóðsins á nýtingu stafrænna lausna í starfsemi sinni, bæði í þjónustu við sjóðfélaga og uppbyggingu innri kerfa.

Hafdis

Hafdís er ráðin í stöðu sérfræðings í hagnýtingu gagna og kemur hún frá fyrirtækinu Expectus, þar sem hún hafði starfað í tvö ár við gagnavinnslu og þróun eftir að hafa lokið námi. Hafdís er með MSc. gráðu í iðnaðarverkfræði og stjórnun frá DTU í Danmörku og BSc. gráðu í verkfræði frá HÍ.

Jon

Jón er ráðinn í starf leiðandi forritara hjá sjóðnum. Jón hefur starfað við forritun síðustu fimm ár hjá Nanitor og Samskipum, en þar áður hafði hann m.a. unnið í tækniveri Vodafone. Jón er með BSc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.