Til launagreiðenda sem greiða iðgjöld til LSR

09.01.2019

Á sama tíma og LSR óskar öllum launagreiðendum gleðilegs nýs árs, viljum við gjarnan minna á nokkur atriði núna í upphafi árs.

Nú hefur LSR hætt að taka við skilagreinum á pappír og hafi launagreiðendur ekki aðgang að launakerfi, þurfa þeir að skila skilagreinum í gegnum launagreiðendavef LSR hér á vef LSR. Þar geta allir launagreiðendur einnig nálgast hreyfingaryfirlit.

Þeir launagreiðendur sem greiða sérstakt iðgjald í A-deild fyrir þá starfsmenn sína sem eiga rétt á jafni ávinnslu réttinda, þurfa að hafa í huga að sérstaka iðgjaldið er endurskoðað einu sinni á ári og frá 1.1.2019 er það 5,91%. Mótframlag í A-deild er áfram 11,5%.

Gjald til VIRK starfsendurhæfingarsjóðs verður áfram 0,10% á árinu 2019.