Tilgreind séreign í boði hjá LSR

16.06.2023

Frá 1. júlí næstkomandi geta sjóðfélagar í A-deild LSR valið að láta hluta af skyldubundnu lífeyrisiðgjaldi renna í tilgreinda séreign og lækka á móti greiðslur í samtryggingu. Með því má fá aukinn sveigjanleika við skipulagningu starfsloka.

Skyldubundið lífeyrisiðgjald er 15,5%, af launum en frá 1. júlí mun sjóðfélögum LSR bjóðast að láta 1,5%, 2,5% eða 3,5% af launum renna í tilgreinda séreign, og lækka þá iðgjald í samtryggingu á móti.

Helstu einkenni tilgreindrar séreignar eru að:

  • Hún er einkaeign sjóðfélaga og verður því erfanleg.
  • Hægt er að fá hana greidda út frá 62 ára aldri án þess að hefja töku eftirlauna.
  • Hægt er að nýta hana til greiðslu inn á fasteignalán vegna fyrstu íbúðarkaupa.

Hafa verður í huga að með því að greiða í tilgreinda séreign lækkar iðgjald í samtryggingu. Það þýðir að:

  • Samtryggingarlífeyrir til æviloka lækkar.
  • Réttindi til örorku- og makalífeyris lækka.

Mikilvægt að sjóðfélagar kynni sér vel heildaráhrif þess að greiða í tilgreinda séreign.

Hér má finna nánari uppýsingar um tilgreinda séreign hjá LSR og hlekk inn á umsóknareyðublað.