Tvær lausar stöður á lífeyrissviði

24.08.2023

LSR leitar nú að öflugu starfsfólki í tvær lausar stöður á lífeyrissviði. Annars vegar er laus staða sérfræðings réttinda, sem er framtíðarstarf, og hins vegar er leitað eftir tímabundnum starfskrafti í 18 mánuði til að sinna framlínuþjónustu.

Meðal verkefna sérfræðings réttinda eru gagnagreiningar, úrvinnsla umsókna, umsýsla lífeyrisréttinda, þátttaka í þróunarverkefnum og þjónusta við sjóðfélaga. Sérfræðingur réttinda mun taka virkan þátt í nýsköpunar- og þróunarverkefnum sem eru framundan hjá sjóðnum og því veitir starfið frábært tækifæri til að hafa áhrif á þróun sjóðsins til framtíðar.

Framlínustarfið felst fyrst og fremst í þjónustu við sjóðfélaga og lífeyrisþega ásamt ýmiss konar úrvinnslu sem tengist umsóknum og umsýslu lífeyrisréttinda. Staðan er tímabundin í 18 mánuði og hentar einstaklingi með ríka þjónustulund og góða samskiptahæfni.

Störfin eru kynnt nánar á Alfreð, þar sem hægt er að senda inn umsóknir. Það eru spennandi tímar framundan hjá LSR og við hvetjum áhugasama til að kynna sér störfin nánar og sækja um.