Fyrsta skref í opnun afgreiðslu hjá LSR
LSR hefur opnað fyrir móttöku og afhendingu skjala virka daga milli kl. 10:00 - 15:00 í afgreiðslu sjóðsins að Engjateigi 11. Einnig er áfram hægt að koma pappírum í læstan póstkassa í anddyri sjóðsins milli kl. 9:00 – 16:00 virka daga.
Þar sem enn er lokað fyrir almenna afgreiðslu þá hefur verið opnað fyrir bókun viðtals í síma- eða fjarfundi í bókunarkerfi á vef LSR og á Mínum síðum á vef LSR. Bókun viðtals kemur til viðbótar við hefðbundna þjónustu í síma og tölvupósti til að auka þjónustu við sjóðfélaga.
Almenn þjónusta í síma er eftir sem áður opin alla virka daga milli kl. 9:00 – 16:00 og hægt að senda erindi í tölvupósti á lsr@lsr.is.