LSR leitar að útsjónarsömum forriturum

16.12.2022

Framundan eru spennandi verkefni í stafrænni uppbyggingu LSR og af þeim ástæðum leitar sjóðurinn nú að tveimur útsjónarsömum forriturum sem eru tilbúnir til að taka með okkur næstu skref á þeirri vegferð.

LSR hefur sett sér metnaðarfulla stefnu í upplýsingatækni og fyrir dyrum liggja metnaðarfull verkefni hjá samhentum og metnaðarfullum hópi sem leiðir stafræn uppbyggingarverkefni sjóðsins. Við þann hóp viljum við bæta tveimur „full stack“ forriturum, annars vegar forritara með mikla reynslu og þekkingu á hugbúnaðargerð og hins vegar forritara sem er tilbúinn til að læra og þróast í sínu fagi.

Hægt er að sækja um störfin á Alfreð.is og er umsóknarfrestur til 9. janúar næstkomandi. Nánari upplýsingar um störfin má finna á umsóknarsíðu þeirra:

Senior-forritari

Junior-forritari