Hvað viltu vita um lífeyrismál þín?

29.04.2011

Aðgangur að upplýsingum á veraldarvefnum verður sífellt greiðari og rafræn skilríki auðvelda okkur enn frekar að sækja þangað upplýsingar sem við þurfum. Á heimasíðu LSR, sem nú hefur tekið gagngerum breytingum með þetta í huga, er að finna svör við spurningum sem eru mikilvægar bæði fyrir líðandi stund  og til framtíðar.  Aðild að lífeyrissjóði er löng vegferð og mikilvægt að vita sem gleggst hvað tekur við að henni lokinni, a.m.k. hvað varðar fjárhagslega afkomu. Sjóðfélagar eru hvattir til þess að skoða  heimasíðuna og kanna réttindi sín og skyldur. Starfsfólk sjóðsins er einnig reiðubúið að svara spurningum sem vakna.