Nýir kjarasamningar

21.06.2011

Um næstu mánaðamót verður lífeyrir úr B-deild LSR og LH leiðréttur samkvæmt nýsamþykktum kjarasamningum opinberra starfsmanna og kjarasamningum sem sveitarfélög hafa gert við starfsmenn sína og gilda frá 1. júní sl.  Flest stéttarfélög hafa samið um 4,25% hækkun á fyrri launatöflu og í þeim tilvikum sem samið hefur verið um álag á orlofsuppbót hækkar það lífeyri sjóðfélaga miðað við áunnin réttindi þeirra.

Iðgjald er ekki greitt til B-deildar LSR eða LH af 50 þúsund króna eingreiðslu sem samið hefur verið um fyrir þá sem eru í starfi og lífeyrir reiknast ekki af þeirri fjárhæð. Iðgjald er greitt til B-deildar og LH af álagi á persónuuppbót. A-deild tekur hins vegar við iðgjaldi af báðum greiðslutegundum.

Nokkur stéttarfélög hafa enn ekki samið og lífeyrir sem fylgir breytingum á þeim samningum verður því óbreyttur um næstu mánaðamót. Áhrifa af framangreindum hækkunum mun gæta eftir tvo mánuði hjá þeim lífeyrisþegum sem eru á svonefndri meðaltalsreglu.