Heimild til aukinnar úttektar á séreignarsparnaði

27.09.2011

Alþingi samþykkti þann 17. september sl. að heimila sérstaka úttekt á séreignarsparnaði og miðast hún við inneign sjóðfélaga þann 1. október 2011. Hámarksúttekt er 6.250.000 kr. og úttektartímabil er allt að 15 mánuðum. Umsóknarfrestur rennur út 1. júlí 2012 og síðasti útgreiðslumánuður er september 2013.

 

Nánari upplýsingar um heimild til aukinnar úttektar á séreignarsparnaði:

  • Hámarksúttekt er 6.250.000 kr. og miðast við inneign sjóðfélaga þann 1. október 2011.  Það sem þegar kann að hafa verið greitt kemur til frádráttar.
  • Hámarksúttekt er samtala inneignar sjóðfélagans hjá öllum séreignarsjóðum eða vörsluaðilum séreignarsparnaðar.
  • Úttektartímabil er allt að 15 mánuðum.
  • Fyrsta útgreiðsla skv. nýrri heimild verður 1. nóvember 2011.
  • Umsóknir verða að berast fyrir 20. hvers mánaðar.
  • Þeir, sem þegar hafa sótt um útgreiðslu séreignarsparnaðar samkvæmt eldri heimild og vilja breyta henni í samræmi við nýja heimild, þurfa að sækja um breytt greiðslufyrirkomulag með nýrri umsókn.
  • Síðasti útgreiðslumánuður skv. heimildinni er september 2013.
  • Hægt er að breyta fyrri beiðni um sérstaka úttekt á séreignarsparnaði og einnig er hægt að afturkalla beiðni um útborgun á útgreiðslutímabilinu.
  • Heimild til úttektar gildir til 1. júlí 2012, þ.e. síðasti dagur til þess að sækja um útgreiðslu er 30. júní 2012.