Aukin heimild til útgreiðslu séreignarsparnaðar

05.01.2011

Alþingi hefur samþykkt aukna heimild til tímabundinnar útborgunar á séreignarsparnaði. Nú er hægt að sækja um allt að 5 milljónum króna, svo fremi að rétthafi hafi átt þá fjárhæð 1. janúar 2011 en þann dag tóku lögin gildi. Hafi sjóðfélagi áður fengið greiðslu skv. fyrri heimildarákvæðum dregst sú fjárhæð frá heimildinni nú.  Greiðslur geta dreifast á allt að 12 mánuði og verður síðasta útborgun skv. þessari auknu heimild 1. mars 2012. Fyrstu greiðslur skv. nýrri heimild verða frá 1. febrúar nk.

Þeir, sem þegar hafa sótt um útgreiðslu séreignarsparnaðar samkvæmt eldri heimild en vilja breyta umsókn  í samræmi við nýju heimildina, þurfa að sækja um það sérstaklega. Þeir sem vilja óbreyttar greiðslur þurfa ekki að gera neitt.

Umsóknarfrestur er til 31. mars 2011.

Þjónustufulltrúar LSR veita nánari upplýsingar í síma 510 6100 eða netpósti sereign@lsr.is .