Heimild til greiðslu viðbótariðgjalds fallin niður

01.11.2010

Nú er fallin úr gildi tímabundin heimild til greiðslu viðbótariðgjalds í Séreign LSR. Þessi heimild var sett á um leið og samþykkt var tímabundin opnum viðbótarlífeyrissparnaðar í ársbyrjun 2009. Um var að ræða breytingu á skattalögum sem heimiluðu að á tímabilinu 1. mars 2009 til 1. október 2010 mátti greiða allt að 6% viðbótariðgjald í séreignarsjóð í stað 4% áður. Sjóðfélagar gátu því á þessu tímabili frestað því að greiða skatt af allt að 6% launa sinna og lagt í Séreign LSR.

Búið er að hafa samband við alla launagreiðendur og ítreka niðurfellinguna á viðbótariðgjaldinu.

Sjóðfélagar í Séreign LSR sem nýttu sér þessa heimild munu fá senda tilkynningu um þessa niðurfellingu og eru hvattir til að fylgjast með næstu iðgjaldaskilum launagreiðanda í sjóðinn.