LSR og LH kaupa íbúðabréf af Seðlabankanum

31.05.2010

LSR og LH hafa gert samkomulag við Seðlabanka Íslands um að festa kaup á hluta af þeim Íbúðabréfum sem bankinn bauð til kaups í lokuðu útboði til lífeyrissjóða. Um er að ræða verðtryggð skuldabréf með ábyrgð ríkissjóðs. Bréfin eru keypt með 7,2% ávöxtunarkröfu sem eru mun betri kjör en fást á almennum markaði í dag. Af hálfu Seðlabankans er það skilyrði að lífeyrissjóðirnir greiði fyrir bréfin með evrum.

Að mati stjórnenda LSR og LH er hér um hagstæð kaup að ræða og eðlilegt að innleysa hluta af erlendum eignum lífeyrissjóðanna til að greiða fyrir skuldabréfin.

Nánari upplýsingar má finna hér