Vel heppnaðir kynningarfundir fyrir sjóðfélaga

28.05.2010

Þann 27. maí voru haldnir kynningarfundir fyrir sjóðfélaga hjá LSR. Yfir 100 sjóðfélagar mættu til að kynna sér uppbyggingu réttindakerfisins og fræðast almennt um lífeyrismál.

LSR heldur árlega kynningarfundi fyrir greiðandi sjóðfélaga; sjóðfélögum er einnig velkomið að óska eftir því að fulltrúi frá LSR komi inn á vinnustaðinn til að kynna lífeyrisréttindi hjá LSR.

Að auki eru sjóðfélagar velkomnir að koma á skrifstofu LSR í Bankastræti 7. Skrifstofan er opin 9 – 15:30 alla virka daga. Síminn hjá LSR er 510-6100 og almennt netfang er lsr@lsr.is