LSR tekur við endurhæfingargjaldi frá 1. maí 2009

01.05.2009

LSR hefur með samningi tekið að sér innheimtu á framlagi í Starfsendurhæfingarsjóð. Vegna þessa verða breytingar á skilum til sjóðsins.

• Framkvæmd þessi tekur gildi frá og með útborgun 1.5.2009.
• Skilagreinar verða að vera með þeim hætti að þetta gjald sé sundurliðað niður á hvern sjóðfélaga fyrir sig.
• Gjaldið skal leggja inn á reikning 334-26-54545 kt. 711297-3919.

Hér fyrir neðan má finna breytta færslulýsingu vegna rafrænna skila. Breytingar eru skráðar með bláu. Jafnframt fylgir bréf frá Starfsendurhæfingarsjóði ásamt bæklingi er viðkemur starfsemi þeirra.