Lög um tímabundna heimild til útgreiðslu séreignarsparnaðar

08.03.2010

Samþykkt hefur verið heimild til útborgunar á séreignarlífeyrissparnaði allt að 2,5 milljón. Á árinu 2009 var opnað fyrir útborgun á einni milljón króna en nú verður hægt er að fá greiddar út allt að 1,5 milljón króna til viðbótar. Þar með verður heimilt að taka út samanlagt 2,5 milljónir króna af séreignarsparnaði svo fremi að rétthafi hafi átt þá fjárhæð 1. janúar 2010 en þann dag taka lögin gildi.

Greiðslur dreifast á allt að 23 mánuði fyrir þá sem eiga 2,5 milljón og nýta sér útborgunarheimildina að fullu.

 

Þá hefur Alþingi samþykkt lög sem heimila að á tímabilinu 1. mars 2009 til 1. apríl 2011 megi greiða allt að 6% viðbótariðgjald í séreignarsjóð í stað 4% áður. Sjóðfélagar geta því á þessu tímabili frestað því að greiða skatt af allt að 6% launa sinna og lagt í Séreign LSR.

Helstu ákvæði lagana eru:

·                    Heimilt er að greiða út allt að 2,5 milljón kr. samanlagt úr sjóðum allra vörsluaðila, þ.e. kr. 111.112 á mánuði sem greiðist á 23 mánuðum.

·                    Tekjuskattur er greiddur af fjárhæðinni og er mánaðarleg útborgun eftir skatt kr. 69.756 miðað við 37,22 % skatt á árinu 2010.

·                    Vörsluaðilar þurfa samþykki ríkisskattstjóra áður en útgreiðsla getur hafist.

·                    Greitt er út fyrsta virka dag hvers mánaðar. Umsókn þarf að hafa borist í síðasta lagi 20. dag mánaðar fyrir næstu útborgun.

·                    Fyrsta greiðsla er áætluð 1. apríl 2009.