Nýr forstöðumaður eignastýringar

07.09.2007

Baldur Þór Vilhjálmsson hefur verið ráðinn forstöðumaður eignastýringar hjá LSR og LH. Baldur hefur starfað við eignastýringu hjá lífeyrissjóðunum frá því í vor, en þar á undan starfaði hann hjá Kaupþingi frá  því á árinu 1998. Baldur hefur nú þegar tekið við forstöðumannsstarfinu. Hann tekur við af Róberti A. Róbertssyni sem hefur gegnt þessu starfi undanfarin ár við góðan orðstír. Um leið og LSR og LH þakka Róberti góð störf í þágu sjóðanna bjóðum við Baldur velkominn í nýtt starf.