Árlegur kynningar- og samráðsfundur LSR og LH

08.05.2007

Árlegur fundur LSR og LH með lífeyrisþegum var haldinn 2.maí s.l. á Hótel Nordica. Að venju var fjölmennt og góðmennt.

Formaður stjórnar LSR, Ögmundur Jónasson stýrði fundi og ávarpaði fundargesti. Haukur Hafsteinsson framkvæmdastjóri gerði í stuttu máli grein fyrir rekstri sjóðanna sl. ár og Páll Ólafsson deildarstjóri fjallaði um framkvæmd eftirmannsreglu og hvaða breytinga er að vænta á lífeyrisgreiðslum vegna nýgerðra kjarasamninga.

Svali Björgvinsson, sálfræðingur og framkvæmdarstjóri starfsmannasviðs Kaupþings flutti fróðlegt og skemmtilegt erindi um breytingar og viðbrögð við breytingum. Lögreglukórinn söng nokkur lög við góðar undirtektir. Í fundarlok voru fyrirspurnir og góðar umræður.

Um 280 sjóðfélagar á lífeyri mættu á fundinn sem hófst kl 15 og var honum lokið um kl 17.