Útsending yfirlita í Séreign LSR

13.10.2006

Í gær fengu sjóðfélagar í Séreign LSR send hálfsársyfirlit 2006. Með hálfsársyfirlitum fylgja upplýsingar um ávöxtun ársins 2006 í Fréttabréfi Séreignar LSR.

Á sjóðfélagavef LSR geta sjóðfélagar í Séreign LSR sótt yfirlit hvenær sem er og valið lengra eða styttra tímabil en sýnt er á hálfsársyfirlitum.

Rétt er að ítreka ábyrgð sjóðfélaga við að fylgjast með iðgjaldagreiðslum. Mikilvægt er að bera launaseðla saman við yfirlitið og gera án tafar athugasemdir ef iðgjöld hafa ekki borist sjóðnum í síma 510 6100 eða á netfang sereign@lsr.is.